Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 22:00

GÓS: Birna og Jón klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbsins Ós (GÓS) á Blönduósi fór fram dagana 2.-3. júlí sl.

Keppendur í ár voru 9 og kepptu í 3 flokkum.

Klúbbmeistarar GÓS eru þau Birna Sigfúsdóttir og Jón Jóhannsson.

Meistaramót þurfa ekki að vera fjölmenn til þess að vera skemmtileg. Það er frábært að GÓS skuli halda meistaramót og vonandi að framhald verði á!!!

Vatnahverfisvöllur á Blönduósi er í fínu ástandi og þeir sem ekki hafa spilað hann ættu endilega að láta verða af því í sumar!

Sjá má öll úrslit í meistaramóti GÓS hér að neðan:

Meistaraflokkur karla
1 Jón Jóhannsson +31, 171 högg (86 85)
2 Eyþór Franzson Wechner +35, 175 högg (90 85)
3Valgeir M Valgeirsson +50, 190 högg (90 100)

Meistaraflokkur kvenna
1 Birna Sigfúsdóttir +69, 209 högg (97 112)
2 Greta Björg Lárusdóttir +91, 231 högg (117 114)

1. flokkur karla
1 Grímur Rúnar Lárusson +40, 180 högg (94 86)
2 Marteinn Óli Reimarsson +52, 192 högg (88 104)
3 Hafsteinn Pétursson +69, 209 högg (102 107)
4 Ágúst Þór Bragason +72, 212 högg (103 109)

Í aðalmyndaglugga: Frá Vatnahverfisvelli á Blönduósi.  Mynd: Golf 1