Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2015 | 07:00

GOS: Ástmundur fékk ás!

Ástmundur Sigmarsson fór holu í höggi á 3. hring í Meistaramóti GOS.

Ásinn kom á 4. holu Svarfhólsvallar, sem er par-3 153 m af gulum teigum, en þetta var á seinni 9 hjá Ástmundi þannig að í raun kom ásinn á 13. holu.

Golf 1 óskar Ástmundi til hamingju með draumahöggið!