Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2014 | 10:00

GOS: Ásgeir Páll og Bjarni Auðunsson sigruðu á Vormótinu

S.l. sunnudag 18. maí 2014 fór Vormótið fram á Svarfhólsvelli.

Þátttakendur voru 41, þar af 4 kvennkylfingar.  Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni.

Af konunum stóð sig best Þórkatla Aðalsteinsdóttir, GR en hún var á 28 punktum og klúbbmeistari GOS í kvennaflokki 2013; Alexandra Eir Grétarsdóttir, en hún var á besta skorinu af konunum 91 höggi.

Á besta skorinu í mótinu var heimamaðurinn Ásgeir Páll, en hann lék Svarfhólsvöll á 77 höggum.

Helstu úrslit í punktakeppnishluta mótsins voru eftirfarandi:

1. sæti Bjarni Auðunsson, GOS, 40 pkt.

2. sæti Arnar Már Einarsson, GKJ, 38 pkt.

3. sæti Magnús Arnar Kjartansson, GKG, 37 pkt.