Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2016 | 20:00

GOS: Aron Emil Gunnarsson Golfkarl GOS 2016

Aron Emil Gunnarsson er golfkarl ársins hjá Golfklúbbi Selfoss fyrir árið 2016.

Aron spilaði á Íslandsbankamótaröð GSÍ í sumar og stóð sig mjög vel í flokki 15-16 ára og endaði í 12. sæti í Íslandsbankamótaröð GSÍ.

Aron varð í sumar Holumeistari Golfklúbb Selfoss.

Aron spilaði mjög vel á Íslandsmóti unglinga í holukeppni í sumar en hann var toppbaráttunni í því móti og náði 4. sæti.

Aron Emil var liðsmaður GOS í Íslandsmótum golfklúbba, bæði í meistaraflokki og í keppnisflokki 15 ára og yngri. Aron stóð sig með prýði, t.a.m. náði lið GOS 7. sæti af 21 liði á landinu í flokki 15 ára og yngri.

Aron hefur sýnt framfarir með elju við æfingar og jákvæðu viðhorfi til íþróttagreinarinnar. Hann hefur einnig verið góður félagsmaður og sýnt fyrirmyndar framkomu í hvívetna.

Golf 1 óskar Aroni Emil til hamingju með heiðurstitilinn Golfkarl ársins 2016!