GOS: Andri Páll kylfingur ársins – Alexandra Eir fékk háttvísisbikar – Máni Páll efnilegastur
Á aðalfundi GOS sem haldinn var í 27.nóvember, þ.e. í fyrradag, voru afhentar viðurkenningar fyrir þau sem þóttu skara fram úr í sumar.
Andri Páll Ásgeirsson var valinn kylfingur ársins.
Andri náði að springa út í sumar, þrátt fyrir slæmt veður. Andri lækkaði úr 11,1 í 5,9 í forgjöf í sumar. ! Andri er mjög duglegur að æfa og er að vinna mikið í sínum leik, tæknilega, líkamlega og andlega! Golfkarl ársins!!!
Alexandra Eir Grétarsdóttir fékk Háttvísisbikar GSÍ.
Alexandra sýnir mikinn íþróttaanda, gefst aldrei upp, sýnir miklar framfarir, er með góða ástundun, er sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og er með framkomu sinni fyrirmynd fyrir aðra. Golfkona ársins!!!
Máni Páll Eiríksson var valinn efnilegasti unglingurinn.
Máni Páll er gríðarlega einbeittur kylfingur og ætlar langt í golfi. Máni hefir mikið keppnisskap og mun hann ná eins langt og hann vill í golfinu.
Máni Páll fékk einnig bikar fyrir mestu lækkun forgjafar, Máni lækkaði úr 28,9 í 19,9 í sumar.
Haukur Páll Hallgrímsson, Aron Emil Gunnarsson og Máni Páll Eiríksson fengu viðkenningu fyrir framfarir og ástundun. Þessir efnilegu drengir, sem eru aðeins 12 ára gamli, eru rétt að byrja.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

