Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2015 | 07:00

Goosen tryggði sér sæti á Opna breska

Suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen tryggði sér sæti á Opna breska, eftir að hafa komist í gegn á úrtökumóti í Woburn.

Hinn 46 ára Goosen var með hringi upp á 67 og 72 sem tryggði honum sæti í 3 manna bráðabana og þar fékk hann strax fugl á 1. holu sem tryggði honum sæti í Opna breska.

Í Woburn úrtökumótinu sigraði írski áhugamaðurinn Robert Dunne (70 65) og Englendingurinn Robert Dinwiddie var líka einn þeirra sem komst áfram.

„Ég sigraði tvo Dunhill bikara þarna (með Ernie Els og David Frostin 1997 og 1998) og ég spilaði völlinn fyrst þegar ég var 18 ára, þannig að ég hef gengið nokkra km á þessum velli og elska hann,“ sagði Goosen við fréttamenn og sagðist hlakka til Opna breska sem fram fer 16-19. júlí n.k.

Fyrrum fyrirliði Evrópu í Rydernum Colin Montgomerie, sem nýlega tók þátt á Opna bandaríska og var í 2. sæti Opna bandaríska öldungamótinu var 4 höggum frá því að komast í bráðabanann og náði því ekki inn í elsta risamótið (Opna breska).