Frá Vestmannaeyjavelli – Völlurinn er ótrúlega fallegur! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2016 | 15:00

Golfvellir landsins koma vel undan vetri

Veturinn hefir verið býsna harður alls staðar annars staðar en á Suðurlandi nú í vor og það sem af er sumri, en sunnanlands hefir verið einmuna blíða og allt fyrr grænt en í fyrra.

Það er mat fagmanna og sérfræðinga, sem sjá um umhirðu golfvalla landsins að vellirnir komi vel undan vetri.

Ástandið er því eins og segir mun betra en fyrir ári síðan.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem GSÍ stóð fyrir á Urriðavelli í dag og munu Golf 1 verða með fréttir af því helsta sem þar bar á góma.