Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 20:00

Golfvellir í Þýskalandi: Winstongolf – Gneven, Schweriner See (6/18)

Það sem verður eftirminnilegast eftir að hafa spilað í Winstongolf er par-4 10. brautin sem er með gjá, sem oft er kölluð „litli bróðir“ Grand Canyon í Utah.

Yfir hana verður að slá!

Á Winstongolf, sem er í Mecklenburg-Vorpommern, já, við höldum okkur enn í Norður-Þýskalandi, en færum okkur austar á boginn eru 3 frábærir golfvellir.

Brautirnar í Winstongolf í Mecklenburg-Vorpommern

Ótrúlegar sumar brautirnar með mikið af litlum smáhólum, sem minnir á Strandavöll ef finna ætti líkingu við einhvern völl hérlendis.

Best er að skoða myndir og annað um völlinn á glæsilegri heimasíðu Winstongolf SMELLIÐ HÉR: 

Svo sem sjá má á síðunni var völlurinn valinn nr. 1 – eða besti völlur Þýskalands af Golf Magazin í maí útgáfunni 2015.

1-a-winston-logo

Svo er spurning hvort þeir sem völdu völlinn hafi virkilega spilað alla 720 velli Þýskalands?  Winstongolf er frábært, en að mati Golf 1 ekki besti völlurinn í Þýskalandi, þó hann fari nálægt því af þeim völlum sem Golf 1 hefir spilað.

Svo er svona nokkuð líka alltaf smekksatriði – fara verður á staðinn og upplifa völlinn og það er bara hægt að mæla með Winstongolf í alla staði … fyrir þá sem fíla linksara!!!

Þess mæti í lokin geta að mót á Senior Tour þ.e. Öldungamót Evrópumótaraðarinnar hafa farið fram á vellinum 2014 og 2015.

Upplýsingar:

Heimilisfang:

WINSTONgolf GmbH
Kranichweg 1
19065 Vorbeck, Mecklenburg, Vorpommern

Sími: +49 3860 – 5020
Fax: +49 3860 – 50 22 22
Tölvupósturl: info@winstongolf.de