Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: St. Leon Rot (14/18)

Í tilefni þess að Ágúst Jensson er að verða aðstoðarvallarstjóri á þessum golfvelli sem er aðeins í 1 klst. bílferð frá Frankfurt verður gerð tilraun til að kynna St. Leon Rot.

St. Leon Rot er án efa einn af allra bestu golfvöllum Þýskalands. Úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina hafa oft verið haldin þar og völlurinn því ekki ókunnur afrekskylfingunum okkar s.s. Þórði Rafni Gissurarsyni o.fl.

Það sem gildir á velli St. Leon Rot er að spila næstum varnargolf, þ.e. andstöðu þess að spila agressívt, þó alltaf skyldi miða á miðju flata … þegar þær eru í færi.

Vatnið á vinstri hlið dregur boltan að sér einsog fyrir galdur og jafnvel þó ekki sé hitt inn á flöt er miklu auðveldara að chippa frá hægri.

Ekki taka áhættu; spila verður með höfðinu (gildir eiginlega um allar holur St. Leon Rot).

Komast má á heimasíðu St. Leon Rot með því að SMELLA HÉR: 

Upplýsingar:

Heimilisfang: Golf Club St. Leon-Rot Betriebsgesellschaft mbH & Co. KG
Opelstraße 30
D-68789 St. Leon-Rot

Sími: 0 62 27 / 86 08 – 0
Fax: 0 62 27 / 86 08 – 88