Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 14:45

Golfvellir í Þýskalandi: Ostsee Golf Resort Wittenbeck – (3/18)

Við höldum okkur enn í Norður-Þýskalandi við kynningu á flottustu golfvöllum Þýskalands og förum í landið Mecklenburg Vorpommern, sem er aðeins austar en Sylt, þar sem fyrstu tveir golfvellirnir, sem kynntir hafa verið hér á Golf 1 voru.

Wittenbeck býður upp á tvo golfvelli par-72 keppnisvöllinn Eikhof (fyrst tekinn í notkun 2007) og 9 holu völl Höstingen.

Báðir eru vellirnir í gullfallegu létt hæðóttu landslagi með mikið af plöntum, runnum og trjám en fyrst og fremst ógrynni af sandglompum, sem eru helstu hindranir á völlunum.  Víða á völlunum finnast litlir gervifossar, sem byggðir hafa verið inn í landslagið.

Sérstaklega fallegt er að standa á teig á par-4 10. holunni horfa yfir allar sandglompurnar og fiskibátana á Eystrarsalti, sem sigla framhjá.

Sjá má stutt kynningarmyndskeið með myndum af völlunum með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á heimasíðu Ostsee Golf Resort Wittenbeck með því að SMELLA HÉR: 

Upplýsingar: 

Heimilisfang: Ostsee Golf Resort Wittenbeck, Zum Belvedere, 18209 Wittenbeck
Tel.: +49 (0)38293 – 41 00 90
Fax: +49 (0)38293 – 41 00 911