Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: Green Eagle Winsen-Luhe (9/18)

Green Eagle golfstaðurinn er í Norður-Þýskalandi, rétt hjá Hamborg.

Hann býður upp á tvo 18 holu glæsigolfvelli: Norður- og Suðurvöllinn, en þess mætti strax geta að Norðurvöllurinn er einn af 10 lengstu golfvöllum í heimi eða 7.101 m og afar krefjandi.

Par-4 3. hola hins æðislega Norðurvallar Green Eagle er t.d. skýrð í höfuð á Ben Hogan, „The Ice Man.“

Í teighöggið þarfnast maður lágrar trékylfu eða langs járns.

Til þess að forðast sandglompurnar þarf maður að geta staðsett boltann og því staðsetningargolf sem þarf að hluta að spila á Green Eagle eins og öðrum krefjandi og skemmtilegum golfvöllum.

Á 3. braut er best að halda sig hægra megin en þar er þó líka hætta þ.e. vatnshindrun og því ekki of gott að slá of langt til hægri.

Svona þarf að pæla sig í gegnum allan Norðurgolfvöllinn, sem bara er hægt að mæla með og er hiklaust einn af 18 bestu golfvöllum Þýskalands.

Komast má á heimasíðu Green Eagle með því að SMELLA HÉR: 

Upplýsingar:

Heimilisfang:

Green Eagle Golfanlage
Radbrucher Str. 200
21423 Winsen (Luhe)

Sími.:( 0 41 71) 78 22-41
Fax:( 0 41 71) 78 22-4

Tölvupóstfang: info(at)greeneagle.de