Golfvellir í Þýskalandi: Golfclub Morsum – Sylt (1/18)
Nyrsta odd Þýskalands má finna á eyjunni Sylt og nefnist hann Ellenbogen eða olnboginn. Í austari hluta eyjunnar er golfklúbburinn Morsum. Hann var stofnaður 1966 og völlurinn þá aðeins 9 holu, en 43 árum síðar eða 2009 var hann stækkaður í 18 holu glæsivöll.
1966 skrifaði þýski golfvallararkítektinn Dr. Bernhard von Limburger í tímarit sitt „Golf „: „Um árabil hafa þýskir kylfingar óskað eftir golfvelli á Sylt og það kæmi mér ekki óvart ef hér yrði einn daginn slegið met í golfvallrgjöldum. Þá væri kominn tími að hugsa um næstu 9 holurnar.“
Það þótti þegar árið 1966 hafa tekist vel til með völlinn, sem jafnframt er krefjandi.
Golfleikurinn á Sylt er þó mun eldri og rekur uppruna sinn til ársins 1905, um það leyti sem golfið fór að breiðast út í Þýskalandi. Það ár fóru 3 herramenn: Karl Beck, Ernst Gulden og Harry Schlepegrell „í golf“ á strönd Sylt. Sjómennirnir sem voru að gera við net sín horfðu undrandi á þessa 3, sem höfðu meðferðist torkennileg „prik“ sem þeir slógu í litla, hvíta bolta með. Þessir þrír bjuggu sér til 3 holu golfvöll á grasflöt innan um sandhóla við ströndina á Sylt. Hindranirnar voru sandhólarnir og fyrstu holurnar voru búnar til úr áldósum. Þessir 3 áttu eftir að hafa áhrif á golfið í Þýskalandi Ernst Gulden varð ágætis kylfingur, Harry Schlepegrell varð meðstofnandi golfklúbbs í Hamborg og Karl Beck varð fyrsti forseti þýska golfsambandsins.
Golfvallarhönnuður fyrsta 9 holu golfvallarins í Morsum á Sylt, Dr. Bernhard von Limburger kallaður Limmy af vinum sínum fæddist 1901 og lærði að spila golf 12 ára í Skotlandi og vann þýska áhugamannatitilinn árið 1921. Árið 1925 stofnaði hann golftímaritið „Golf“ í Leipzig. Eftir 2. heimstyrjöldina fékk Limburger verkefni m.a. frá bandaríska setuliðinu að hanna golfvelli og á hann marga frábæra velli í Þýskalandi, þar sem Morsum völlurinn þykir eins og demantadjásn í kórónu golfvalla Þýskalands.
Stofnandi og eigandi Morsum klúbbsins 1964 var fjölmiðlarisinn Alex Springer og hann fjármagnaði líka golfvöllinn. Klúbburinn er einkaklúbbur og klúbbmeðlimir í dag ekki nema 220; flest iðnaðar- og fjölmiðlarisar, sem ganga þarna út og inn.
Mönnum sem gjarnan vilja spila Morsum völlinn er leyfður aðgangur en hafa verður samband við Sabine Nielsen, sem úthlutar rástíma. Hún sér líka um veitingar á staðnum og það sem mælt er með í Morsum eru rækjubrauðsneiðarnar hennar með spældu eggi sem þykja sérstaklega góðar svo og heimabökuðu kökurnar hennar.
Morsum völlurinn er 18 holu, par-72 og 6030 m langur af gulum teigum og u.þ.b. 5800 m af rauðum. Vallargjöldin eru €85 eða u.þ.b. 12.000 íslenskar krónur.
Upplýsingar:
Heimilisfang: Golfclub Morsum auf Sylt e.V.
Uasterhörn 37
25980 Sylt OT Morsum
Kontakt: Sabine Nielsen
Sími: +49 (0) 4651-890387
Fax: +49 (0) 4651-97153
Tölvupóstur: info@golfclubmorsum.de
Komast má á heimasíðu Morsum klúbbsins með því að SMELLA HÉR:
Þess mætti í blálokin geta að það eru 3 aðrir golfvellir á Sylt:
1 Golf-Club Sylt e.V., Wenningstedt.
2 Marine-Golf-Club Sylt e.G., Tinnum.
3 Golfclub Budersand, Hörnum.
Síðastnefndi golfklúbburinn verður næst kynntur hér á Golf 1 en hann þykir einnig einn af 18 bestu golfvöllum í Þýskalandi; þannig að golfferð til Sylt er ekki það vitlausasta ef maður vill kynnast því besta sem þýskt golf býður upp á!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
