Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: Golfclub Budersand, Hörnum – (2/18)

GC Budersand, öfugt við Morsum völlinn, sem kynntur var í gær hér á Golf 1, er í suðurhluta Sylt, meðan Morsum er í austurhlutanum.

Þetta er týpískur 18-holu Links strandvöllur, þar sem sandhólar koma mikið við sögu svo sem öflugur heiðargróður í röffinu.

Þetta er golf á milli tveggja hafa: Norðursjó og Vaðhafsins. Þar er hægt að njóta útsýnisins milli breiðs og hrás Norðursjósins og Vaðhafsins sem stöðugt er berytingum undirorpið. Þetta er einstök náttúruupplifun. Hér skipta hafvindar og síbreytileg veðrátta (eins og við þekkjum hana hér á Íslandi) miklu um hvernig til tekst að klára hringinn.

Hér skiptir máli að spila staðsetningargolf og nákvæmni skiptir máli öfugt við marga linksara. Flatirnar eru fremur stórar og hraðar. Á vellinum eru auk þess 96 sandglompur!

Krafist er 36 í forgjöf til að mega spila völlinn. Budersand völlurinn hefur nýlega m.a. verið kosinn 2. besti golfvöllur Þýskalands sbr. eftirfarandi miðla:

Yfir 2300 kylfingar frá 45 löndum tóku 2015 þátt í könnun um hver þætti besti golfvöllurinn og varð Budersand í 7. sæti.

Í vali um bestu  velli Mið-Evrópu varð Budersand í 22. sæti – sem er stórglæsilegur árangur.

2015 GOLF WORLD Magazin UK – Ranking of the Top 100 Courses in Continental Europe 2015/16  22. sæti
Platz 22

GOLF JOURNAL TRAVEL  2. sæti

GOLF MAGAZIN Af 50 bestu golfvöllum Þýskalands varð Buderus í 2. sæti.

Eigandi GC Budersand er Claudia Ebert og klúbbmeðlimir eru aðeins 50 í þessum eina raunverulega linksara Þýskalands.

Komast má á facebook-síðu Buderus með því að SMELLA HÉR: 

Upplýsingar:

Heimilisfang: Am Kai 3, 25997 Hörnum (Sylt), Germany

Sími: 00 +49 4651 46070