Golfvellir í Þýskalandi: Golfanlage Warnemünde – (4/18)
Fjórði golfvöllurinn af þeim 18 sem kynntir verða hér á Golf 1 af 747 golfvöllum Þýskalands er Golfanlage Warnemünde, í Rostock, í Þýskalandi.
Enn erum við í Norður-Þýskalandi og færum okkur aðeins austar á bóginn.
Golfanlage Warnemünde var árið 2012 kjörinn besti golfáfangastaður Þýskalands.

Klúbbhús Warnemünde golfklúbbsins
Hann býður upp á 27 holu völl þar sem velja má um mismunandi samsetningu 9 holu brautanna, sem eru eftirfarandi:
Yachthafenresidenz Hohe Düne Course : (Holur 1-9 & Holur 10-18)
Hotel Neptun Course: (Holur 10-18 & Holur 19-27)
Grand Hotel Heiligendamm Course: (Holur 19-27 & Holur 1-9)
Ekki ósvipað og á Costa Ballena, en margir íslenskir kylfingar sem kannast við þann góða golfstað.
Auk þess býður Warnemünde líkt og Ballena upp á „byrjendavöll“ – Sá er 6 holu „alvöru“ völlur en ekki 9 holu par-3 völlur eins og á Ballena … færri holur en lengri brautir til að venja byrjandann við „alvöru“ golfspil.
Sjá má allar brautir 27-holu vallarins í Warnemünde með því að SMELLA HÉR:
Sá sem slær af par-5 18. brautinni hefur sér á hægri hönd Skyline af Rostock Warnemünde – ótrúlega falleg sýn (Smá ráð: Það borgar sig að halda sig hægra megin á brautinni!)
Komast má á vefsíðu Golfanlage Warnemünde til þess að fá nánari upplýsingar með því að SMELLA HÉR:
Helstu upplýsingar:
Heimilisfang: Golfanlage Warnemünde GmbH & Co Kg | Am Golfplatz 1 | 18119 Rostock-Warnemünde
Sími: (0381) 77 86 83 0
Fax: (0381) 77 86 83 18
E-Mail: info@golf-warnemuende.de
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
