Golfvellir í Sviss (4/102): Montreux í Aigle
Icelandair býður nú upp á beint flug til Genfar í Sviss og nú opnast frábært tækifæri fyrir íslenska kylfinga að spila einhvern hinna frábæru 102 golfvalla í Sviss.
Hér verður enn einn golfvöllurinn kynntur sem ekki er beinlínis í Genf, en einn helsti golfvöllurinn sé ekki ætlunin að leigja sér bíl eða taka lest eða rútu og ferðast í um 1 – 1 1/2 klst. fjarlægð frá Genf í gullfallegu umhverfi og spila golf þar, er sá fyrsti sem kynntur var hér: Golf Club de Genève – sjá grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR:
Í dag verður flottur völlur kynntur sem er á hinum enda Genfarvatns og það tekur um 1 klst og 20 mínútur að keyra frá Genfarflugvelli – þetta er golfvöllur Golf Club de Montreux í Aigle.
Þetta er 18 holu, par-72 golfvöllur sem er 6,207 metra langur og í 395 metra hæð yfir sjávarmáli. Gerð er krafa um að kylfingar hafi 36 í forgjöf til að spila völlinn, sem ólíkt mörgum völlum í Sviss er opinn allan ársins hring. Þetta er virkilegur gæðagolfklúbbur og völlur, sem óhætt er að mæla með og þá sérstaklega veitingastaðnum.
Golfklúbburinn opnaði dyr sínar og vígði völlinn 27. september 1900 og er því 113 ára. Að spila golf í Golf Club de Montreux líkist því að spila á brautum fallegs garðs með gömlum trjám og sýn á Alpana allt í kring.
Völlurinn var tekinn í gegn af bandaríska golfvallararkítektinum Ronald Fream, sem fór vandlega yfir hvern kima vallarins. Honum þykir hafa tekist vel að halda í hefðina sem er á golfvellinum, en jafnframt að gera hann nútímalegri.
Amateur Championships fara árlega fram í Aigle í Golf Club de Montreux. Meðlimir klúbbsins eru um 500 og gestir eru ávallt velkomnir.
Upplýsingar:
Heimilsifang: Golf Club Montreux – Rte d´Evian 54- 1860 Aigle
Sími: +41 024 466 46 16
Fax: +41 024 466 60 47
Tölvupóstur: secretariat@gcmontreux.ch
Heimasíða: SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
