Golfvellir í Kanada (V): Shaughnessy
Icelandair bjóða nú upp á beint flug til tveggja nýrra áfangastaða í Kanada: Edmonton og Vancouver og þar opnast tækifæri fyrir íslenska kylfinga til þess að spila glæsilega golfvelli Kanada.
Í Kanada eru um 2000 golfvellir. Þar af eru 233 í British Colombia og þar af eru 46 í næsta nágrenni Vancouver. Golf 1 hefur þegar kynnt 1 af þessum 46 „Vancouver“ golfvöllum þ.e. Campilano Sjá með því að SMELLA HÉR: og í dag verður golfvöllur nr. 2 nálægt Vancouver kynntur, í Shaughnessy Golf & Country Club.
Í nýlegri grein Golf Digest var Shaughnessy talinn 6. besti golfvöllur af öllum 2000 golfvöllum Kanada og það vill einmitt svo til að Shaughnessy er í 3 mílu / 4,8 km fjarlægð frá miðbæ Vancouver. Til þess að sjá grein Golf Digest um 30 bestu golfvelli í Kanada SMELLIÐ HÉR:
Upphaf Shaughnessy má rekja til 26. apríl 1911 þegar 9 bissnessmenn stofnuðu golfklúbb og ákváðu að kaupa land undir það sem síðar varð Shaugnessy golfvöllurinn. Í dag er Shaughnessy Golf & Country Club einkaklúbbur og golfvöllurinn, sem í núverandi mynd var opnaður 1960 til afnota fyrir meðlimi klúbbsins og gesti þeirra, (nú einnig þeirra sem vilja spila völlinn – en panta verður tíma með góðum fyrirvara). Völlurinn eins og hann er í dag er 18 holu skógarvöllur með fallegt útsýni yfir Fraser ánna og Strait of Georgia.
Á Shaughnessy golfvellinum hafa mörg Canadian og Pacific Northwest meistaramót farið fram t.a.m. 1966 og 2005 fór fram mót á PGA Tour mótaröðinni Bell Canadian Open og aftur 2011 (á 100 ára afmælinu) þar sem allir bestu kylfingar heims á PGA Tour léku völlinn.
Æfingaaðstaðan er talin meðal þeirrar bestu í öllu Vestur-Kanada, en það æfir m.a. háskólalið British Columbía. Vallarmetið eru 10 undir pari, 63 högg af öftustu teigum, 6 undir pari, 64 högg af gulum teigum og 6 undir pari, 67 högg af bláum teigum.
Sjá má skorkort og flott kort yfir hverja holu vallarins með því að SMELLA HÉR:
Upplýsingar:
Heimilisfang: Shaughnessy Golf & Country Club – 4300 S.W. Marine Drive – Vancouver, BC V6N 4A6
Sími: (604) 266-4141
Fax: F: (604) 266-3522
Heimasíða: SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

