Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 02:00

Golfvellir í Danmörku: Royal Golf Club – Kaupmannahöfn

Í kringum Kaupmannahöfn eru u.þ.b. 36 góðir golfklúbbar og einn af þeim er Royal Golf Club.

Golfvöllur Royal Golf Club í Kaupmannahöfn er 6.600 metra langur og talinn meðal bestu golfvalla í Evrópu.

Danska golftímabilið er aðeins lengra en hér heima en völlurinn er yfirleitt í frábæru ástandi frá febrúar til loka nóvember og í raun því aðeins 2 mánuðir sem lokað er.

Völlurinn var hannaður með upprunalegu náttúru í huga og stefnt að því að hafa hann í fullu samræmi við umhverfið.

Vallargjaldið er um 990 danskar krónur (þ.e. u.þ.b. 20.000 íslenskar krónur).

Til þess að komast á heimasíðu Royal Golf Club SMELLIÐ HÉR: 

Upplýsingar:

Royal Golf Club
Center Boulevard 4
DK-2300 Kaupmannahöfn
Danmörk

Sími: +45-72 40 60 00
Fax: +45-72 40 60 60