Golfvellir í Cádiz á Spáni: Arcos Gardens Golf Club & Country Estate (nr. 3 af 3)
Arcos Golf & Garden Estate er hannað af Landmark, hönnuðum PGA West, Palm Beach Polo og Ocean golfvallarins á Kiawah eyju í Bandaríkjunum. Völlurinn er frábær skemmtun fyrir öll getustig í golfi allt frá atvinnumanninum til háforgjafaráhugamannsins í golfi. Svo er hann undurfallegur, í 300 ára olífutrjálundi, með karóbtré, furur og suðræn blóm og runna um allt.
Það eru 5 teigastaðsetningar við hverja holu. Um 107 sandglompur og vötn, sem koma við sögu reyna á nákvæmni kylfinga, þó að brautir séu fremur víðar. Einkennisbraut vallarins er 16. brautin, þar sem er fallegt útsýni yfir hvíta bæinn, Arcos de la Frontiera (sjá mynd hér að neðan):
Til þess að sjá myndaseríu frá Arcos Gardens golfvellinum, smellið HÉR:
Fyrir bókanir á Arcos Gardens, svítur eða annað, vinsamlegast hringið í Hörð Hinrik Arnarson hjá Heimsferðum í síma 618-4300 eða sendið vefpóst á sport@heimsferdir.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023