Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2012 | 21:36

Golfvellir í Cádiz á Spáni: Arcos Gardens Golf Club & Country Estate (nr. 2 af 3)

Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar komið er að Arcos Gardens er hversu fallegt og vandað allt er. Allt frá anddyrinu, borðstofunnar, veitingastaðanna, garðanna og síðan þegar komið er í villu eða hús, allt eftir hvar gist er… hversu hreint allt er. Golfvöllurinn er dásemd og um hann verður nánar fjallað á morgun. En rétt eins og allt utandyra er dekur hvers kylfings, frá pro-shopinu, æfingasvæðinu og æðislegum vellinum, þá ekki skotaskuld að dunda sér við aðra hluti á Arcos, sé einhver með í hópnum sem svo ólíklega vill til að ekki spili golf.

Arcos Gardens er staður dekurdýranna. Þar er t.a.m. hægt að fara  í hárgreiðslu, í ræktina, í nudd og nuddpott eftir erfiðan hring ,því hraðar parketgólfsflatirnar og ýmsar hindranir á glæsilegum Arcosvellinum taka á.  Hægt er að velja um tyrkneskt eða finnskt gufubað og dýrðlegan stað, sem alltaf er jafngaman að heimsækja þegar komið er á Arcos, Pediluvium… og verður hver að reyna fyrir sig.

Ef gist er í Fairway Gardens eða Cortijo er stór almenningssundlaug og fátt betra en að slaka á við sundlaugarbakkann í sólbaði eftir góðan golfhring. Við Villurnar, sem kynntar voru til sögunnar í gær eru einkasundlaugar.

Sé einhverra hluta vegna ekki vilji til að spila golf er hægt að fara í gönguferðir um gullfallegt umhverfið eða í hjólaferð t.a.m. til Arcos de la Frontiera, hvítu borgarinnar, sem er þarna rétt hjá og fara í gönguferð um fallegan skrúðgarðinn þar eða t.d. á ekta spænskan Tapas-bar. Besti Tapas-barinn er þó í miðbæ Jerez, en til þess að komast þangað er betra að leigja sér bíl.

Rétt hjá Arcos er líka hægt að komast á hestbak fyrir þá sem vilja.

Hér má sjá myndaseríu af öllu dekrinu sem er í boði á Arcos Gardens… en aðaldekrið en geymt til síðustu kynningargreinarinnar á morgun, þar sem eingöngu verður fjallað um Arcos golfvöllinn.

MYNDASERÍA: DEKUR Á ARCOS GARDENS

Fyrir bókanir á Arcos Gardens, svítur eða annað, vinsamlegast hringið í Hörð Hinrik Arnarson hjá Heimsferðum í síma 618-4300 eða sendið vefpóst á sport@heimsferdir.is