Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2011 | 19:00

Golfvellir í Bandaríkjunum: Stoneybrook í Sarasota, Flórída.

Hér fyrr í dag var viðtal við Ragnheiði Matthíasdóttur, GSS, sem nefndi m.a. í viðtalinu að sérstæðasti golfvöllur, sem hún hefði spilað á væri Stoneybrook í Flórída, vegna þess hversu langt hefði verið að keyra milli teiga. Hér verður völlurinn kynntur í stuttu máli.

Stoneybrook er hannaður af Arthur Hills og opnaði árið 1994 í Sarasota, Flórída. Þetta er par-72 völlur með 6 teigum á hverri braut. Af hvítum teigum er lengd vallarins 6587 yarda (6023 metra) og af fremstu teigum 4965 yarda (4539 metra). Það er Bermuda gras í brautum og í flötum er Tiffeagle Ultra Dwarf, sem gerir flatir mjög hraðar. Á 17 af 18 brautum koma vatnshindranir og nátturlegt mýrlendi við sögu, þannig að þörf er gríðarlegrar nákvæmni í höggum.

Þess mætti loks geta að Disney World er í 2 klst fjarlægð frá Stoneybrook og Bush Gardens 1 klst keyrslu í bíl frá Stoneybrook.

Til þess að komast á heimasíðu Stoneybrook, smellið HÉR: