Golfvellir á Spáni: La Manga
La Manga golfvöllurinn í Cartagena á Spáni, er mörgum íslenskum kylfingum að góðu kunnur og ein þeirra, sem spilaði golf þar í vor ásamt fjölskyldu sinni er Inga Magnúsdóttir, margfaldur klúbbmeistari kvenna í GA og Íslandsmeistari í golfi, móðir Magga Birgis, golfkennara.

Inga Magnúsdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Meðal fjölmargra annarra íslenskra kylfinga, sem spilað hafa La Manga mætti t.d. nefna Tinnu Jóhannsdóttur, GK, en hún tók þátt í Q-school þ.e. úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna á La Manga vellinum 8. janúar 2012.
Á La Manga í Cartagena eru 3, 18-holu golfvellir, suður-norður og vesturvöllurinn, sem allir eru afar ólíkir og einn 18 holu pitch&pútt æfingavöllur sem Severiano Ballesteros hannaði.
Öll æfingaaðstaða og æfingasvæði eru til mikillar fyrirmyndar og hefir La Manga verið sigurvegari í vali á besta golfstað Spánar 5 ár í röð af lesendum Today´s Golfer.
Robert D. Putnam hannaði norður (par-71) og suður-golfvöllinn (par-73), en að hönnun þess síðarnefnda (par-73) kom einnig Arnold Palmer.

Frá Suðurvellinum á La Manga í Cartagena, Murcia, Spáni, velli m.a. hönnuðum af Robert D. Putnam og sjálfri golfgoðsögninni Arnold Palmer.
Dave Thomas hannaði hins vegar vesturvöllinn (par-72).
Vesturvöllurinn þykir einn af 100 bestu golfvöllum Evrópu og allir La Manga golfvellirnir eru meðal 40 bestu golfvalla Spánar.
Hann er sá yngsti af völlunum 3, opnaði 1987. Brautirnar á Vesturvellinum eru ekki eins breiðar og á Norður- og Suðurvöllunum og landslagið meira bylgjandi og tíðnin meiri að týna boltum þar! Sjá má myndskeið frá 9. holu Vesturvallar- ins á La Manga með því að SMELLA HÉR: Sú hola þykir myndatökumanni m.a. minna á Wentworth í Englandi.

Frá Vesturvellinum á La Manga
Nákvæmni er dagskipunin á Vesturvellinum, en Vesturvöllurinn þó krefjandi sé, er reyndar uppáhald margra kylfinga vegna fagurs útsýnis m.a. af lokaholunni par-4 18. holunni, þar sem slegið er af upphækkuðum teig.
Best er að skoða vellina á heimasíðu La Manga golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR:
Heimilisfang La Manga:
La Manga Club,
Los Belones,
30385 Cartagena,
Murcia,
Spáni.

Frá La Manga
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
