Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2012 | 21:00

Golfvellir í Rússlandi (3. grein af 9): Bolshoye Zavidovo Resort / The PGA National Russia

Bolshoye Zavidovo er glænýr 18 holu golfvöllur í Rússlandi. Hann er á Tver svæðinu á ströndum Ivankovskoye og u.þ.b. 130 km norð-vestur af Moskvu og u.þ.b. í 5 tíma keyrslu frá St. Pétursborg (næstum eins og að keyra frá Reykjavík til Akureyrar í golf að fara frá St. Pétursborg til Ivankovskoye.)

Af framkvæmdum við Bolshoye Zavidovo golfvöllinn.

Þetta er gríðarlangur völlur um 7400 yarda af öftustu teigum. Hönnuður vallarins er Dave Sampson hjá European Golf Design.  Markmiðið er að öllum framkvæmdum á vellinum verði lokið 2013.  Í bígerð er að byggja 9-holu golfvöll til viðbótar á golfstaðnum.