Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 12:30

Golfvallareigandi borgar sekt fyrir hænsnaskít

Michael Schlesinger, eigandi Escondido Country Club í Suður-Kaliforníu dreifði 5 tonnum af hráum hænsnaskít á golfvöll sinn s.l. ári.

Það hafði í för með sér að eigendur nærliggjandi húsa lögðu fram opinbera kæru gegn honum.

Í s.l. viku samþykkti Schlesinger að borgar San Diego County´s Air Pollution Control District  $100,000, sem lið í samkomulagi þar sem Schlesinger þurfti m.a. ekki að samþykja að hafa brotið af sér.

Schlesinger hélt því fram að hann hefði sett áburðinn á til þess að gera eign sína betur undir það búna að gangast undir landslagsmótun.

Íbúarnir kvötuðu hins vegar undan að skítafýlan, hefði  staðið í vikur og segja málinu ekki lokið.