Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 14:00

Golfútbúnaður: Tiger búinn að finna ný járn?

Það eru akkúrat 19 dagar síðan Nike tilkynnti að það myndi ekki framar framleiða golfkylfur, golfbolta og golfpoka.

Miklar vangaveltur fóru af stað um hvaða kylfur Tiger og Rory McIlroy muni nú framvegis nota, frá og með næsta keppnistímabili.

Skv. aðskiljanlegum heimildum gæti Tiger verið að skipta um golfútbúnaðarframleiðanda mun fyrr en ætlað var.

Stuttu eftir að Nike kom fram með tilkynningu sína, sagði umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg, að „búið væri að sníða áætlun“ sem miðaði að því að finna viðeigandi kylfur fyrir hinn 14-falda risamótsmeistara (Tiger):

Það virðist sem Tiger muni fara að nota Miura kylfur (sömu kylfur og Eygló Myrra Óskarsdóttir notar m.a. hér á landi) þegar hann snýr aftur úr veikindaleyfi sínu, sbr. mjög áreiðanlegum heimildarmanni þar sem er Alan Shipnuck,  aðalgolffréttapenni Sports Illustrated, en hann ritaði tilkynningu þar um á Twitter síðu sinni (@AlanShipnuck).