Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2015 | 15:00

Golfútbúnaður: Sam Torrance auglýsir fyrir Tee-up nýja græju sem auðveldar að tía upp

Northcroft Golf’s Tee-Up er ný golf græja sem enginn annar en varafyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu Sam Torrance, OBE auglýsir.

Með græjunni er auðveldlega hægt að koma fyrir tíi og bolta og er hún sérlega hentug fyrir þá sem þjást af bakverk.

1-a-NG-38-990x600

Tee-Up græjan er létt og auðvelt að nota hana – en tíinu er skotið úr græju sem líkist byssu og er auðvelt að aðlaga hana að hæð og hvers konar tí kosið er að nota.

Gúmmikrækjan á enda græjunni auðveldar líka að hægt sé að pikka tíið aftur upp án þess að þurfa að beygja sig.

The Tee Up

The Tee Up

John Bennett, framkvæmdastjóri Northcroft Golf sagði m.a.: „Tee-Up er ætlað að hjálpa golfurum sem eiga erfitt með að beygja sig m.a. vegna meiðsla í baki, mjöðm eða hnjá meiðsla og sem endilega vilja halda áfram að spila golf.