Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2019 | 08:00

Golfútbúnaður: Nýju TP5 og TP5x TaylorMade golfboltarnir

Komnir eru á markað nýir TP5 og TP5x boltar frá TaylorMade.

TaylorMade segir boltana framför frá eldri boltum fyrirtækisins sömu tegundar, sem komu á markað 2017.

Eric Loper sem er yfirmaður R&D þ.e. rannsóknar og hönnunardeildar TaylorMade sagði m.a: „Með nýju TP5  TP5x golfboltunum, vissum við að það var tækifæri til þess að gera þá enn hraðari. Rannsóknir okkar á snertingu drævers og golfbolta ásamt þróunar á nýju HFM (High Flex Material) efni hefir veitt okkur hæfnina til þess að umbreyta á skilvirkari máta samþjöppun í hraða, á hvaða sveifluhraða sem er. Nýja  Speed-Layer System (SLS) stjórnar líka spin-i sem er gríðarlega mikilvægt fyrir performans dræver, járna og fleygjárna.“

Einn þeirra sem nota TaylorMade golfbolta er Jon Rahm.