Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 10:00

Golfútbúnaður: Nýi Titleist 917 dræverinn

Titleist hefir sett á markað nýja Titleist 917 dræverinn.

Við þróun nýja Titleist 917 dræversins hefir m.a. verið haft að markmiði að staðsetja miðju þyngdarpunkts (cg þ.e. center og gravity) kylfunnar betur, þannig að meiri lengd náist.

Einnig hafa verið gerðar ýmsar breytingar frá Titleist 915 m.a. á fremri hluta sóla kylfunnar til að auka sveigjanleika á fremri hluta kylfuandlitsins, sem m.a. á að draga úr spinni.

Nýju Titleist 917 dræverarnir koma í tveimur gerðum: Titleist 917D2 og 917D3. Báðir eru með perulaga kylfuhaus Titleist 917D3 þó aðeins samþjappaðri (compact).

Titleist D2 er 460-cubic centimetra módel með dýpri þyngdarpunkt, hærri MOI og hærra boltaflug en 440-cc, Titleist 917D3 dræverinn sem er með lægra flug og spin.

Sjá má myndskeið um nýja Titleist 917 dræverinn með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má ágæta grein Golf Digest um nýja Titleist 917 dræverinn með því að SMELLA HÉR: