Golfútbúnaður: Nýi FJ DNA golfskórinn
Það er að koma á markað nýr golfskór í byrjun mars, FootJoy DNA, en DNA stendur fyrir „DryJoys Next Advancement.“ Skórinn stendur fyllilega undir nafni því það er hrein gleði að vera í honum.
FootJoy hefir tekist afar vel að hanna klassískan golfskó með hreinum línum, sem er hvítur í grunninn en hægt er að velja um 5 mismunandi litatilbrigði:
Efra byrði skósins er úr mjúku Pittard leðri, sem er vatnsvarið en er ekki með fráhrindihimnu þannig að skórinn „andar“ líka.
Það þarf lítið að ganga þessa skó til og flestir geta farið út á völl í þeim beint úr boxinu.
Leðrið er með fallega kornótta áferð framan á skónum, sem heldur skónum hreinum til langs tíma að gefnu leðjukenndum jarðvegi sumra golfvalla (þ.e. það á að vera auðveldara að þrífa FJ DNA golfskóinn.
Það var lengi verið að hann FJ DNA. Léttleikinn virðist vera í tísku meðal golfskóahönnuða og einnig hönnuðum FJ DNA hefir tekist með nýrri tækni að gera FJ DNA 20% léttari en forverann; FootJoy XPS-1 og 19% léttari en FJ Icon. Skórinn er mjög léttur en maður veit að hann er þarna en léttari en flestir, sem er kostur eftir að hafa gengið 5-6 km á golfhring.
Útsólinn er úr NitroThin TPU (ThermoPlastic Urethane) sem er með Optiflex sólarhönnun, sem gerir fætinum kleyft að hreyfa sig meir þegar gengið er og sveiflað. Það eru 9 takkar undir sólanum og þeir eru staðsettir við útjaðar og undir sólanum.
Takkarnir eru sveigjanlegir þannig að manni finnst maður ekki ganga á stultum og eins er meiri tilfinning fyrir jörðinni.
Grip golfskósins og sveigjanleiki FJ DNA eru meðal helstu kosta hans og gera það að verkum að jafnþægilegt er að vera í honum á mjúku, sem hörðu undirlagi.
Aðeins víðara er um fremri part fótarins í skónum vegna vindælda FootJoy M:Project golfskónna. Kylfingum finnst greinilega þægilegt að hafa rúmt um tærnar og það eykur á þægindin miðað við aðra skó sem eru þrengri.
Í sólann er notað svokallað Xtra-Thick FitBed og FineTuned Foam (FTF) sem líka gefur að finna í FootJoy DryJoys Casual skónum. Innsólinn er með meiri svamp sem lagar sig að fæti kylfingsins í hvert sinn sem stigið er í skóinn og veitir þægindalega mjúka lendingu. Þrátt fyrir mýkt er stöðugleikinn mikill þegar sveiflað er.
Ef innsólanum er snúið við sést að það er dekkri, þykkri EVA svampur í kringum útrendur hælsins, sem sameinast útlínum útsólans. Þetta sér fætinum fyrir stöðugleika og reynt er að ná fram skó sem lagar sig að „náttúrulegum hreyfingum“ fótar kylfingsins.
Léttleiki FJ DNA golfskóarins og þægindi er að þakka tveimur öðrum atriðum: Í fyrsta lagi örþunnri SnugFit skótungu með þrýstingspúða þar undir þar sem skórnir eru reimaðir, sem sýnir hversu nostrað hefir verið við smáatriði og þar sem framleiðendur kalla 3D FoamCollar, en það er kraginn sem umlykur hælinn. Kraginn heldur hælnum vel, en með púðum þannig að þægindin eru í fyrirrúmi.
Allt í allt lítur FJ DNA vel út og er þægilegur og 3 ólíkar golfútbúnaðarsíður sem Golf 1 leit á gefa skónum fullt hús stiga.
Ýmis smáatriði um FJ DNA golfskóinn:
| Kemur á markað í Englandi | 1. mars 2014 |
| Kemur á markað í Bandaríkjunum | 1. mars 2014 |
| Viðmiðunarverð | £150 (u.þ.b. 24.000,- íslenskar krónur |
| Forgjafarbil |
Low
![]() ![]() ![]() ![]() High
|
| Fyrir | Karlkylfinga |
| Skótegund | Golfskór |
| Stærðir | 6, 6.5, 7, 7.5, 8, 8.5, 9, 9.5, 10, 10.5, 11, 12 |
| Vídd | Medium, Wide |
| Takkar | Já |
| Vatnsvarinn | Já |
| Vefsíða framleiðanda | FootJoy Vefsíða |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024








