Golfútbúnaður: Nýi Adidas Adizero One golfskórinn
Adidas setti á markað nýja kynslóð af Adizero One golfskóm nú 6. janúar s.l.
Helstu breytingar sem gerðar voru frá eldri skónum eru þær að nýi Adizero One vegur minna en 10 únsur (þ.e. minna en 280 grömm) og er sagður allt að 10% léttari en eldri gerðin, sem vóg 300 grömm og því er rétt þyngd á nýja golfskónum í kringum 270 grömm. Með hönnun á nýja Adizero golfskónum hefir Adidas þróað léttasta golfskóinn, sem það hefir sett á markað í sögu fyrirtækisins.
Sjá má grein sem birtist á Golf 1 fyrir ári síðan, um eldri gerð Adizero með því að SMELLA HÉR: en sá skór þótti byltingakenndur hvað léttleika snertir.
„Þegar ég sá Adizero One, gat ég ekki beðið eftir að fara í þá,“ sagði Jason Day, sem hefir verið á auglýsingasamningi hjá Adidas frá árinu 2006. „Með þessari hönnun get ég virkilega fundið fyrir jörðinni undir fótum mér og kraftinum af sveiflu minni. Ég er spenntur fyrir að vera í þeim á túrnum!“
Golfskórinn er sagður eiga að passa á fót kylfings eins og golfhanski á hönd hans. Til þess að létta golfskóinn voru 5 hlutar golfskóarins sameinaðar í eitt skóstykki svo að segja og sólinn var þynntur. Jafnframt var tökkum undir skónum fækkað úr 10 í 7.
„Við erum stöðugt að prófa mörk verkfræði og hönnunar til þess að þróa golfútbúnað sem hjálpar kylfingum að ná toppárangri,“ sagði Masun Denison, framkvæmdastjóri, heimsmarkaðs framleiðsludeildar skófatnaðar Adidas Golf…. og bætti við „Adizero er fullkomið dæmi viðstöðulausrar viðleitni okkar til að koma með nýjungar og hanna stöðugt besta mögulega golfskófatnaðinn.“
Nýi, létti Adizero One er fyrst um sinn fáanlegur í bláum lit en fleiri litaútgáfur bætast við eftir því sem líður á árið.
• • •
Á næstunni verða settir á markað fleiri litaafbrigði að Adizero golfskónum og eru dagsetningarnar eftirfarandi:
Golfskór á karla
23. janúar 2014 : adizero one, 4 nýir litir og 3 enn nýrri litum á skónum bætt við 1. maí 2014
Verð: $180
———————————————–
Golfskór á konur
23. janúar 2014: Adizero Tour II, þrjú litaafbrigði
Verð: $120
———————————-
Karlar & konur
23. janúar 2014: Adizero sport II
Karlar: 5 litir
Konur: 6 litir
Verð: $110
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
