Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2017 | 07:30

Golfútbúnaður: Ný lína golfbola frá PING

PING hefir sett á markað nýju vor/sumar 2017 línuna í golfbolum (Men’s Performance Polo Collection).

Þessi lína þykir hin tæknilegasta af golffatalínum PING til þessa.

Um 4 ólíka golfboli er að ræða, sem hver hefir sitt nafn: Brett, Harris, Ronan og Easton.

Harris PING golfbolurinn

PING Harris golfbolurinn

Í Brett og Harris er Coolmax All Season efni – sem heldur kylfingum köldum og þurrum á virkilega heitum dögum – en í Ronan og Easton hefðbundanar efni.

PING Brett golfbolurinn

PING Brett golfbolurinn

Þó myndir hafi verið birtar hér af bolum í hlutlausari litum vekur rauði liturinn í línunni athygli og reyndar litir sem grípa augað.

Það eru Louis Oosthuizen og Brandon Stone sem klæðast og auglýsa PING golffatnaðinn.

Louis Oosthuizen í PING Harris golfbol

Louis Oosthuizen í PING Harris golfbol