Golfútbúnaður: Ko og 3 aðrir kylfingar skipta yfir í PXG
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, skipti nú um áramótin um golfútbúnaðarstyrktaraðila; þ.e. fer frá Callaway, sem hún hefir verið hjá og yfir til PXG.
Reyndar tilkynnti PXG að það hefði gert samning við Ko og 3 aðra kylfinga þ.e. sigurvegara Opna bandaríska, Brittany Lang, þrefaldan sigurvegara á LPGA Tour Christinu Kim og Solheim Cup leikmanninn Ryan O’Toole.
Á styrktarlista PXG eru þegar frábærir kylfingar af PGA túrnum, menn á borð við Zack Johnson, Billy Horschell og Charl Schwartzel.
Lúxusútbúnaðarmerkið tilkynnti jafnframt að það myndi taka á sína arma nokkra af LPGA og þessar 4 ofangreindu urðu ofan á.
„Á þessu ári lítur PXG á golf og túrinn frá alþjóðlegu sjónarmiði,“ sagði stofnandi fyrirtækisins Bob Parsons.
„Á árinu var mikill vöxtur í alþjóðlegri sölu, en við tókum eftir að við höfum aðeins snert yfirborðið. Að veita mótaröðum viðurkenningu er mikilvægt og kvenmótaraðirnar eru mjög vinsælar í mörgum löndum. Þessir kylfingar, eins og topp PGA Tour atvinnumennirnir okkar munu hjálpa okkur við að færa óviðjafnanlega tækni PXG til ástríðukylfinga um allan heim.“
Hin 19 ára Ko hefir notað Callaway kylfiur allt frá því hún gerðist atvinnumaður árið 2014.
„Það var alltaf draumur minn að verða nr. 1.“ sagði Ko, sem er eins og flestir vita frá Nýja-Sjálandi. „Nú þegar ég hef náð því markmiði á ferli mínum er ég einbeitt að spila stöðugt besta golfið sem ég get. Þegar ég sló fyrst með PXG kylfunum var ég mjög hrifin af tilfinningunni. Þær eru sólíd og performansinn var …. wow!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
