Golfútbúnaður: Dýrir pútterar
Hér á eftir fer listi yfir 10 nokkuð dýra púttera:
1 Byrjum á LIMITED EDITION 1966 ORIGINAL PING ANSER SCOTTSDALE VERSION 2

Einn af mest klassísku pútterum sem nokkru sinni hafa verið hannaðir eru Ping Anser pútterarnir. Þessi er aðeins til í takmörkuðu upplagi og þegar haft er í huga að hann er á 52 aldursári þá virðist hann vera í nokkuð góðu ástandi. Það sem svona pútter kostar er u.þ.b. kr. 200.000
2 BETTINARDI CUJO 101

Bettinardi is þekkt fyrir nákvæm púttersmillunar mynstur (ens. milling patterns) sín og klassísk púttershöfuð. Þessi CUJO 101 hefir hvorugtveggja í ríkum mæli. Pútterinn er búinn til úr mildri kolefnisblöndu og aðeins einn af 30 sem voru framleiddir. Á sólanum er greypt: „This Dog Will Hunt.“ E.t.v. er það eitt þeirra kr. 240.000 virði sem þessi pútter kostar.
3 TYSON LAMB CRAFTED ALLENDALE

Ef þið hafið aldrei heyrt um Tyson Lamb púttera, þá hafið þið það núna. Þið getið skoðað vefsíðu fyrirtækisins með því að SMELLA HÉR: Þessi sem myndin er af hér nefnist Allendale German Stainless Steel með Damascus lagi. Og já, hann er æðislegur. Natnin við smáatriðin er engu lík (takið eftir spiro milluðum punktunum framan á pútternum). Og það er líka rétt svo, vegna þess að þessi kostar litlar kr. 540.000,-
4 HOYA KRISTAL PÚTTARI

Allir þarfnast kristalls púttara. Þessi er búinn til af japanska fyrirtækinu Hoya; hann bogadreginn og búinn til úr einhverjum besta kristall sem finnst. Innifalið í verðinu er leður „head cover“ og leiðbeiningar um viðhald. Verðmiðinn á þessum er kr. 666.600,-
5 DAMASCUS GRAND BY ODYSSEY GOLF
5
Hér er pútter sem er framleiddur úr hreinu Damaskus stáli, nefnt eftir Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Skv. Wikipedia er Damaskus stál, stál sem notað var til að framleiða sverðblöð í Austurlöndum nær. Þessi sverð einkenndust af sérstöku mynstri og voru sterk, óbrjótanlega með skörpum brúnum. Við framleiðsluna á þessum pútter var notuð Tungsten Flange tækni sem lækkar og dýpkar þyngdarpunkt púttersins, sem á að gefa betra rúll. Með þessu listaverki af pútter fylgir Winn grip, leður „head cover“ og staðfestingarvottorð. Þetta er aðeins einn af 15 pútterum, sem hafa nokkrum sinnum verið framleiddir og kostar kr. 810.000,-
6 TITLEIST SCOTTY CAMERON TOUR PUTTER 009

Titleist býr til einhverja allra flottustu pútterana í golfi. Þeir eru því miður líka einhverjir þeir allra dýrustu. Þessi er sérsmíðaur með einhverju sem nefnist „black pearl finish“ og er er með stimpil upp á að hann hafi verið notaður á túrnum. Þessi kostar kr. 1.140.000,-
7 TITLEIST SCOTTY CAMERON TIGER WOODS 1997 MASTERS TE I3

Hér er um að ræða takmarkað upplag af eftirlíkingu af Scotty Cameron pútter, sem Tiger Woods notaði 1997 þegar hann sigraði á Masters risamótinu. Einn er til sölu í augnablikinu, en aðeins 270 þannig pútterar voru framleiddir, einn fyrir hvert högg, sem Tiger tók á þessari töfraviku á Augusta. Þessi TE I3 pútter er með áritun Tiger á sólanum og pútternum fylgir upprunavottarð. Verð: kr. 2.400.000,-
8 TITLEIST SCOTTY CAMERON TIGER WOODS STAINLESS LIMITED EDITION

Titleist framleiddi aðeins 21 af þessu takmarkaða upplagi af Scotty Cameron Newport 2.0 Tiger Woods edition pútterum. Pútterinn var hannaður eftir leiðbeiningum frá 14 falda risamótsmeistaranum (Tiger) sjálfum. Þetta er frábær safngripur fyrir þá sem safna pútterum, en hins vegar hjálpar hann manni því miður ekkert við að pútta eins og Tiger (gerði). Verð: kr 2.400.000,-
9 BARTH & SONS GOLDEN PUTTER FIRST LADY SPECIAL EDITION

Þessi pútter kemur með gull skafti, leður gripi og púttershöfði með kristöllum og fullt af öðrum dýrum þáttum. First Lady Special Edition kostar litlar kr. 18 milljónir. En þá fær maður líka skaft úr 24 karata gulli og eins kemur pútterinn í kristalls og demanta lögðum kassa úr kirsuberjaviði!
10 SIMON COSSAR FRUITWOOD METAL-HEADED BLADE PUTTER

Þessi pútter fór fyrir kr. 19,8 milljónir á uppboði. Pútterinn er gerður af Simon Cossar sem bjó til golfkylfur seint á 18. öld og í byrjun 19. aldar. Hann var einn sá fyrsti sem stimplaði nafn sitt á þær kylfur sem hann smíðaði. Þessi pútter er þar að auki búinn til úr ávaxtavið (fruitwood).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
