Golfútbúnaður: Bentley hefur framleiðslu á golfkylfum
Ef það olli hvassviðri að Parsons Xtreme Golf fór fram á $5,000 fyrir sett af golfkylfum, þá ætti að golfsamfélagið að búa sig undir tsunami. Eina risaflóðbylgju sem á uppruna sinn utan hefðbundins golfiðnaðar.
Það eru Bentley Motors, sem betur eru þekkt fyrir glæsilega og rándýra bíla sína, sem eru að færa sig inn á golfmarkaðinn.
Könnun Bentley leiddi í ljós að 80% viðskiptavina þeirra elska golf og spila.
En í stað þess að halda sig við það sem fyrirtækið þekkir best (það ætti e.t.v. að byrja á að framleiða golfbíla!) þá ætla þeir hjá Bentley að skella sér út í framleiðslu á golfkylfum.
Og líkt og bílar þeirra, þá ódýrustu má fá frá $180,000 (þ.e. 23,4 milljónum íslenskra króna) þá eru golfkylfurnar ekkert ódýrar heldur. Átta Bentley járn kosta $ 3.500 (þ.e. 450.000). Dræver kostar frá $ 750 (u.þ.b. 97.500) þannig að poki með 10 kylfum er á u.þ.b. $ 5000 (þ.e. 650.000 íslenskar krónur).
En hér erum við að tala um basic þ.e. grunnútbúnað.
Það eru nefnilega í boði allskyns aukahlutir s.s. grip úr krókódílaskinni eða boltamerki fyrir $ 800 (u.þ.b. 104.000 íslenskar krónur). Og ef menn eiga nóg af pening þá er endalaust hægt að verja aukapeningi í sköftin.
Seven Dreamers, sem er fyrirtæki í Japan, sérhæfir sig í golfsköftum. Það dýrasta sem er úr efnum sem aðeins finnast í geimtækni og gervihnöttum geta kostað $ 120.000 ein sér (15,6 milljónir íslenskra króna).
„Ólíkt venjulegum kylfumælingum þar sem sveifla kylfingsins er löguð að skafti sem til er á markaðnum þá búa Seven Dreamers til sérhönnuð sköft sem byggja á þeim upplýsingum fengnar eru (af kylfingnum),“ sagði Peter Lord hjá Professional Golf Europe við Forbes. Það kostar auðveldlega meira en $ 100.000 (þ.e. 13 milljónir íslenskra króna).
Þá virðist þessi dræver sem keyptur var á 75.000 íslenskar krónur ekki svo dýr, eða hvað?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
