Golftíska: Pils og golfkjólar sjást varla á völlum hérlendis!
Úrval á góðum golfklæðnaði fyrir konur hefir aukist hérlendis.
Margar konur kjósa þó að kaupa golfklæðnað sinn erlendis og oft samanstendur klæðaskápur kvenkylfinga af minjagripum sem keyptir hafa verið á ýmsum golfvöllum sem spilaðir hafa verið erlendis; óteljandi golfsstuttermabolir, nokkrar góðar golfpeysur og buxur.
Flestir kvenkylfingar eiga einnig í golfklæðaskápnum óhefðbundnari golfklæðnað, sem fæstar láta sjá sig í hérlendis.
Hér á landi þykir jafnvel óhefðbundið og óvanalegt að sjá kvenkylfinga í pilsi, nema í þar til gerðum mótum þ.e. hatta- og pilsamótum.
Flestar kjósa að vera í einhverju svörtu, þægilegu og margar með heilan klæðaskáp í golfsettinu til þess að klæða af sér veðrið hérlendis.
Þess vegna er alltaf gaman að fylgjast með golftísku og fatnaði sem hægt er að vera í, í heitari löndum.
„Outfit-ið“ sem t.d. fylgir hér á myndinni er til sölu á Ebay og kostar eitthvað um $80 (þ.e. 10.000 krónur) en tekið er fram að það sé ekki sent til Íslands, þ.e. nota verður gamla trikkið og láta vin í Bandaríkjunum panta það, sé áhugi á því og láta hann senda fötin heim!!!
En það er til efs að nokkur kvenkylfingur myndi láta sjá sig í þessari múnderingu á vellinum, a.m.k. hér á landi 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
