Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 13:00

Golfsveifla Adam Scott – Myndskeið

Golf Digest hefir krufið golfsveiflu Adam Scott og segir sá sem dæmir hana, Claude Harmon, að sér þyki sveifla Scott vera ein sú besta í heiminum.

Hann noti t.a.m. fótleggi sína betur en flestir aðrir.

Harmon segir að það sem honum líki einna best sé að Scott noti jörðina til þess að ná fram krafti og hraða í sveiflu sína.

Sveiflan er falleg og í fullkomnu jafnvægi.

Sjá má sveiflu Adam Scott og greiningu Harmon, með því að SMELLA HÉR: