Golfreglur: Leitað að bolta og hann þekktur
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.
Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.
Raunhæft dæmi:
Í höggleikskeppni slær keppandi teighöggi sínu í vatnshindrun. Hann finnur bolta sinn í vatnshindruninni og fjarlægir part af laufi af boltanum til þess að sjá hvort þetta sé boltinn hans. Hann kemst að því að þetta er ekki bolti hans. Eftir 3 mínútur hefir keppandinn ekki enn fundið bolta sinn og fer að skv. reglu 26-1b. Hann droppar bolta sínum skv. þessari reglu. Högg númer hvað er hann að fara að slá?
A. 2, því allt framangreint er vítalaust og keppandinn er að slá annað högg sitt
B. 3, keppandinn telur teighöggið sitt, eitt högg í víti og síðan höggið sem hann slær
C. 4, keppandinn slær 2. höggið en verður að bæta almennu 2 högga víti á skorkortið fyrir að slá í vatnshindrun og eftir það fjarlægja lausung af boltanum þannig að samtals á hann að telja 4 högg eftir að hann hefur slegið (teighöggið + 2 högg í víti + högg sem slegið er)
D. Keppandinn hlýtur frávísun
Skrollið niður til að sjá rétt svar
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Rétt svar: B Þetta er þriðja högg keppandans. Leikmaðurinn hlýtur 1 högg í víti þegar hann fer að skv. reglu 26-1b. Skv. reglu 12-1b má hann hins vegar vítalaust snerta eða hreyfa lausung til þess að þekkja bolta sinn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
