Golfráð 15. ríkasta læknis heims – Sanjay Gupta (1/2)
Golf 1 birti fyrr í mánuðnum samantekt yfir 15. ríkustu lækna heims – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Sá sem var „neðstur“ á listanum, þ.e. 15. ríkasti læknir heims, er Sanjay Gupta.
Sanjay Gupta er taugaskurðlæknir (ens. neurosurgeon) og stakk Obama Bandaríkjaforseti m.a. upp á honum í landlæknisembætti Bandaríkjanna, en Gupta afþakkaði embættið til þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni og sinnt glæstum ferli sínum.
Fyrir utan að vera frábær læknir og kylfingur er Gupta virtur fréttamaður á CNN, en greinar hans um taugskurðlækningar þykja mjög góðar.
Gupta spilar golf og ekki aðeins það, hann á vefsíðu þar sem m.a. má finna ágætis grein um golf, en í henni eru gefin golfráð og birtist hún hér í lauslegri íslenskri þýðingu:
„Ef þið eruð kylfingar, þá eruð þið líklega alltaf á höttunum eftir góðri tækni sem þið viljið innleiða í leik ykkar. Þessi grein er full af góðum ráðum, sem þið getið beitt.
Eitt gott ráð þegar kemur að golfi er að vera með augun alltaf á boltanum þegar þið eruð við það að slá hann og halda augunum þar sem boltinn var rétt eftir að þið slóguð í hann.
Þetta er mikilvægt vegna þess að það er algengt að fólk sé forvitið og vilji strax sjá hvert boltinn fór eftir að það sló hann en stundum lítur það upp of fljótt og slær þá ekki rétt í boltann þannig að höggið misheppnast.
Annað gott ráð þegar kemur að golfi er að stela ekki boltum af æfingasvæðinu og nota þá á golfvellinum. Það eru margar ástæður fyrir því af hverju þetta er rangt en aðalástæðan er að það er virkilega auðvelt að sjá æfingasvæðisbolta og þetta er álitið vera smekklaust.
Enn annað ráð þegar kemur að golfi er að reyna að spila við fólk sem leikur af sama getustigi og þið. Þetta getur verið gagnlegt vegna þess að þá eru líkur fyrir að allir hafi sömu væntingar til vallarins.
Ef of langt bil er milli getustigs fólks getur það valdið vonbrigðum bæði hjá þeim sem spilar verr, þar sem (þar sem hinn er alltaf betri) eða þeim sem betri er leiðist að hafa enga keppni.
Góðir kylfingar gleyma aldrei að fullkomin golfsveifla er hreyfing þar sem allur líkaminn er notaður. Mjaðmir og fætur verða að vinna samtaka með höndum til þess að auka kraft og viðhalda nákvæmni.
Á sama tíma sem handleggir færa kylfuna niður ættu mjaðmirnar að snúast og þegar höggið er tekið ættu einnig að snúast í follow-troughinu.
Eitt auðveldasta ráðið til þess að ná árangri á golfvellinum er að velja rétta kylfu fyrir tiltekið högg.
Kylfur sem eru of þungar eða með of víð kylfuhöfuð getur leitt til of stuttra högga, meðan að léttari kylfingur bjóða oft ekki upp á þá lengd sem þörf er á í drævum. Veljið líka góðan pútter fyrir þessar erfiðu ferðir á flötina.
Gott ráð þegar kemur að golfi er að tryggja það að reyna ekki einu sinni að spila golfhring fyrr en þið getið a.m.k. slegið boltann. Þetta er mikilvægt vegna þess að þá sparið þið ykkur mikinn priring og vandræði.
Hnén eiga að vera aðeins boginn í gegnum alla þætti góðrar golfsveiflu.
Kylfingar gætu fundið fyrir náttúrulegri tilhneigingu til þess að læsa fótleggjum sínum í fullri teygju í annaðhvort baksveiflu eða í follow-through-inu. Þessar hvatir verður að hafa vald á ef ná á fullkomnu formi. Góðir kylfingar æfa þar til þeir geta haldið hnjám sínum aðeins beygðum í gegnum sveiflur sínar.“ (áframhald á morgun)
Þeir sem geta ekki beðið geta lesið greinina á vefsíðu Gupta, á ensku, með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
