Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2017 | 12:00

Golfráð: Regnhlífartrixið í glompum

Á vefsíðunni Golf.com má finna ráð við því hvað gera eigi ef boltinn lendir í glompu.

Þetta er „regnhlífartrixið“ svonefnda.

Að sjálfsögðu á að slá boltann upp úr, helst í aðeins 1 höggi, en það reynist oft vera vandasamara þegar á reynir.

Æfa má högg upp úr glompu með því að draga hálfhring í sandinn fyrir framan þar sem boltinn lendir – þetta á að sjálfsögðu ekki gera í mótum, en þegar þar að kemur er væntanlega búið að gera „regnlífaræfinguna“ nokkrum sinnum.  U.þ.b. í miðju hálfhringsins er regnhlífarstöngin teiknuð inn.  Láta á boltann á regnhlífarstöngina og taka stöðuna þannig að línan sé aðeins fyrir framan miðju stöðunnar. Sláið síðan með því að fylgja regnhlífinni þ.e. boganum sem dreginn hefir verið (sjá nánar hér að neðan)

Sjá má regnhlífartrixið með því að SMELLA HÉR: