Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 08:00

Golfklúbbar á Austurlandi stilltu saman strengi

Golfsamband Íslands boðaði stjórnendur og starfsmenn golfklúbba á Austurlandi á fræðslufund á Egilsstöðum um helgina.

Þar voru kynntar nýjungar í tölvukerfinu golf.is og markaðssetning á samfélagsmiðlum.

Einnig fór Hörður Geirsson alþjóðadómari GSÍ yfir vorverk mótanefnda.

Góðar umræður mynduðust á fundinum.

Ljóst er að mikið sóknarfæri er í að kynna alla þessa náttúrulegu og skemmtilegu golfvelli á svæðinu.

Texti: GSÍ