Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 11:00

Golfkeppnin á Unglingalandsmótinu hófst í gær

Golfkeppnin á Unglingalandsmótinu hófst í gær, fimmtudaginn 31.júlí og eru 50 þátttakendur skráðir til leiks í þremur flokkum.

Flokkar 14-15 ára og 16-18 ára hófu leik í gær kl.15:00 og voru allir ræstir út á sama tíma. Þessir flokkar spiluðu 18 holur í gær og byrjuðu síðan kl.08:00 í fyrrmálið, föstudaginn 1.ágúst og spila þá einnig 18 holur.  Áætlað er að verðlaunaafhending fyrir þennan hóp verði síðan  í dag, föstudaginn 1.ágúst kl.14:15 í golfskálanum að Hlíðarenda, á Sauðárkróki.

Flokkur 11-13 ára spilar 18 holur og verða þau ræst út kl.14:00 í dag, föstudaginn1.ágúst. Mæting eigi síðar en 13:30.  Áætlað er að leik verði lokið þar upp úr kl.19:00 og verðlaunaafhending verði kl.19:30.

Sjá má nánar um Unglingalandsmót UMFÍ með því að SMELLA HÉR: