Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 11:00

Golfkennaranemar PGA með ferð til Costa Ballena í mars 2012

Kylfingum gefst einstakt tækifæri á að undirbúa golfsumarið og bæta leik sinn í golfskóla á Spáni. Útskriftarnemar PGA golfkennaraskólans munu sjá um alla kennslu í ferð sem verður dagana 24. – 31. mars 2012.

Farið verður til Costa Ballena á vegum Heimsferða þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar; 27 holu völlur, 9 holu æfingavöllur og frábær æfingaaðstaða fyrir öll högg.

Þátttakendur taka þátt í golfskóla fyrir hádegi og svo eru spilaðar 18 holur eftir hádegi – oftast með PGA kennaranema.

Eftirtaldir aðilar eru að útskrifast næsta vor og munu sjá um golfskólann:
Árni Páll Hansson, Heiðar Davíð Bragason, Birgir Leifur Hafþórsson, Hlynur Geir Hjartason, Björn Kristinn Björnsson, Ingibergur Jóhannsson, Cedric Hannedouche, Nökkvi Gunnarsson, Erla Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Magnússon.

Námsstjórar á vegum skólans verða Arnar Már Ólafsson, Magnús Birgisson, Derrick More  og Úlfar Jónsson.

Í grófum dráttum verður dagskráin hvern dag þannig að fyrir hádegi er um 3 klst. PGA  golfskóli (sveifla, pútt, vipp/pitch/glompa og leikskipulag) og svo er leikinn golfhringur á  Costa Ballena eftir hádegi. Lokadaginn verður Pro-Am golfmót með verðlaunaafhendingu og lokahófi um kvöldið.

Innifalið er hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur), polo bolur, námskeiðsgögn, pro-am  golfmót, verðlaun, viðurkenningar-skjal og sjálft lokahófið. Golfkerrur eru innifaldar en  hægt er að leigja golfbíl á 20 evrur fyrir 18 holur. Ótakmarkað golf í 6 daga.

Ferðin kostar einungis kr. 205.000 miðað við tvíbýli. Einbýli kostar aukalega 24.000 kr  fyrir vikuna.

Ef þátttakandi hefur tengilið úr kennaranemahópnum, þá er skráning hjá honum. Annars er  skráning hjá Heimsferðum í síma 595 1000 eða sport@heimsferdir.is.

Með því að smella hér má sjá skemmtilegar myndir frá: COSTA BALLENA