Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 22:00

Golfhola spiluð án golfútbúnaðar af 4 leikmönnum Evróputúrsins – Myndskeið

4 kylfingar Evróputúrsins Thomas Pieters, Andy Sullivan, Bernd Wiesberger og Peter Uihlein kepptu í Dubaí í því að koma golfbolta ofan í hola með því að nota útbúnað úr 7 öðrum íþróttum.

Þeir notuðu vortex fótbolta, tennisspaða, hokkíkylfu, rugbybolta, fótbolta, frisbee og krikkettkylfu.

Eina reglan var sú að ef þeir voru búnir að nota eitt verkfærið gátu þeir ekki notað það aftur.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina milli þessara fjögurra, þar sem þeir spila golfholu án þess að golfútbúnaður sé notaður.

Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: