Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2016 | 08:00

Golfhelgi Obama með Tiger kostaði bandaríska skattgreiðendur $ 3,6 milljónir

Helgi með strákunum í golfi“ árið 2013 var stórskemmtileg fyrir Obama Bandaríkjaforseta en þrefaldur skolli fyrir bandaríska skattgreiðendur, segir í frétt FOX News.

Skv. fréttinni á þessi helgi Obama með vinum sínum, m.a. Tiger Woods, að hafa kostað bandaríska skattgreiðendur 3,6 milljónir bandaríkjadala.

Stærstu liðir þess kostnaðar voru ferðakostnaður og óskilgreindur annar kostnaður, en m.a. var gist á 1. flokks golfstað í Flórída.

Obama hefir mikið verið gagnrýndur fyrir golfleik sinn, þ.e. að spila of mikið …. stundum á kostnað skattgreiðenda.

Engum sögum fer hins vegar af kunnáttu Hillary Clinton í golfi, en gaman væri ef fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna spilaði líka golf …. svona til þess að efla kvennagolf …. og eyddi engu minna en Obama í golfhelgar með stórstjörnum kvennagolfsins!!!