Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Sherlock Holmes og dr. Watson fóru saman í útilegu. Eftir að hafa notið góðrar máltíðar og tæmt flösku af víni lögðust þeir til svefns. Nokkrum klukkutímum seinna, vaknaði Holmes og ýtti við Watson, sínum kæra vini.

„Watson, líttu upp til himins og segðu mér hvað þú sérð.“

Watson svaraði, „Ég sé milljónir og billjónir af stjörnum.“

„Hvað segir það þér?“

Watson: – „Stjarnfræðilega segir það mér að það séu til milljónir af vetrarbrautum og hugsanlega trilljónir af plánetum.“

„Guðfræðilega segir það mér að Guð sé mikill og að við séum smáir og lítilfjörlegir.“

„Veðurfræðilega segir það mér að það verði gott veður á morgun. -En hvað segir það þér?“

Holmes: „Það segir mér að einhver hefur stolið tjaldinu okkar