Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2015 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Faðir, sonur og sonarsonur fóru út á völl til þess að spila sitt vikulega golf.

Þegar þeir hafa rétt náð fyrsta teig kemur falleg ung ljóshærð kona með golfpokann sinn.

Hún útskýrði að sá sem hún hefði ætlað að spila við hefði ekki mætt og spurði þremenningana hvort hún mætti spila með þeim. Auðvitað samþykktu strákarnir þetta!

Ljóskan þakkaði brosandi fyrir sig og sagði: „Sjáið nú til ég vinn á nektarstað, sem dansari þannig að það er ekkert sem sjokkerar mig. Ef einhver ykkar vill reykja vindla út á velli, fá sér bjór, veðja, blóta, segja dónabrandara eða gera hvað það sem þið gerið venjulega, þá bara gerið það! En ég nýt þess að spila golf, tel mig nokkuð góða í því, þannig að reynið ekki að segja mér til eða gefa mér ráð hvernig ég eigi að slá.

Strákarnir samþykktu að slaka á og buðu henni meira að segja að slá fyrstri (en hún spilaði af gulum). Öll augu hvíldu á velformuðum afturenda hennar þegar hún beygði sig niður til að tía upp. Hún tók þá upp dræverinn sinn og sló um 270 yarda niður eftir miðri brautinn og lenti boltinn rétt fyrir framan flötina.  Strákarnir stóðu gapandi.  Faðirinn sagði: „Þetta var fallegt.“

Ljóskan setti dræverinn niður í pokann  og sagði: „Ég virkilega var ekkert að gera neitt sérstakt og svo feidaði ég hann líka svolítið.“

Eftir að strákarnir voru búnir að slá dræv og 2. högg sín tók ljóskan upp 8-járn og loftaði boltann 1 1/2 metra frá holu (Hún var næst flaggi).

Sonurinn sagði: „Andsk… sjálfur kona, þú spilaðir þetta fullkomlega!“

Ljóskan hleypti brúnum og sagði:„Þetta var svolítið of laust en jafnvel auðveld 7-a hefði verið of mikið.  Ég hef skilið eftir erfitt lítið pútt.“ En síðan púttaði hún léttilega og það datt fyrir fugli.

Hún var með heiðurinn á 2. holu og þrusaði boltanum niður eftir miðri brautinni og hann lenti næstum 300 yarda frá teig á miðri braut.

Það sem eftir var hringsins hélt fallega ljóskan áfram að koma strákunum á óvart, þar sem hún að því er virtist auðveldlega, hljóðlátlega og með ákveðinni aðferðarfræði fékk skipulega hvert parið eða betra á fætur öðru.

Þegar kom á 18. flöt var ljóskan  3 undir pari og hafði mjög andstyggilegt 4 metra pútt eftir á mishæðóttri flöt fyrir pari.

Hún sneri sér að spilafélögum sínum og sagði: „Ég vil virkilega að þakka ykkur öllum fyrir að vera ekki með karlrembustæla og segja mér t.d. stöðugt hvaða kylfu ég eigi að nota til þess að slá þetta eða hitt höggið, en ég þarf að setja þetta pútt niður til þess að brjóta 70 á þessum velli sem mig myndi virkilega langa til að gera.“

Ef einhver ykkar getur sagt mér hvernig á að ná pari á þessari holu þá mun ég fara með hann í  íbúð mína, hella 35 ára Single Malt Strath Mill Scotch í glas hans, grilla fyrir hann og skemmta honum allt kvöldið.“

Uppinn, barnabarnið stökk upp.  Hann gekk yfir flötina og skoðaði púttlínuna vandlega og sagði að lokum: „Elskan, taktu miðið um 6 tommur til hægri við holu og vertu ákveðin þegar þú púttar. Það kemur boltanum yfir þessa litlu ósléttu og boltinn mun brotna rétt í bollann.“

Faðirinn kraup niður og notaði pútter sinn til þess að mæla út púttlínuna. „Ekki hlusta á strákinn, elskan, þú verður að setja boltann mjúklega niður og farðu 10 tommur til hægri yfir þesssa ójöfnu og þá dettur þetta.“

Gamli gráhærði afinn gekk að bolta ljóskunnar tók hann uppi rétti henni og sagði: „Þessi er gefinn elskan.“

Ljóskan brosti þá og sagði við afann: „Förum við í þínum bíl eða mínum?“

Mundu: Elli og svik munu sigrast æsku og færni í hvert skipti!

(Ofangreint er léleg þýðing á enska orðatiltækinu: Remember Old age and treachery will overcome youth and skill every time.)