Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (8/2021)

Kylfingur, sem er að spila erlendis er að slá af teig, þegar hann sér veiðimann ganga yfir flötina á brautinni, sem hann er að spila, líkt og það sé einhver sjálfsagður hlutur.

Kylfingurinn er pirraður og slær boltann langt út fyrir braut.

Óáreittur heldur veiðimaðurinn áfram að skógarjaðrinum.

Næstu tvö högg hins truflaða kylfings geiga líka.

Honum brestur þolinmæðin, hleypur til veiðimannsins og horfist í augu við hann. Síðan segir hann: „Geturðu ekki lesið? Það eru skilti alls staðar þar sem á stendur „Aðeins fyrir kylfinga!

Veiðimaðurinn svarar brosandi: „Ja, ef þú kemur ekki upp mig, skal ég ekki koma upp um þig!