Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (6/2023)

Einn, sem e.t.v. sýnir af hverju hjónaskilnaðir eru svo tíðir hjá of áköfum karlkylfingum:

Maður og kona hans gengu inn á tannlæknastofu.

Maðurinn fór beint upp til tannlæknis og sagði: „Læknir, ég er að flýta mér! Ég er með tvo félaga mína, sem sitja úti í bílnum mínum og bíða eftir því að við förum að spila golf. Svo ekki hafa áhyggjur af deyfingunni, bara draga tönnina út og klára þetta. Ég hef ekki tíma til að bíða eftir að deyfilyfið virki!

Dálítið undrandi hugsaði læknirinn með sjálfum sér: „Guð minn góður, þessi maður hlýtur að vera mjög hugrakkur og biður mig um að draga úr sér tönn án þess að nota neitt til að drepa sársaukann.

Svo spurði tannlæknirinn hann: „Hvaða tönn er þetta, herra minn?

Maðurinn sneri sér að konu sinni og sagði: „Opnaðu munninn, elskan, og sýndu lækninum í hvaða tönn verkurinn er.