Golfgrín á laugardegi
Tveir menn spiluðu golf saman reglulega. Sá með hærri forgjöfina var mjög stoltur og vildi ekki að verið væri að gefa sér neitt, til þess að jafna leikinn.
Einn laugardaginn mætir hann með górillu á fyrsta teig. Hann segir við vin sinn: „Ég hef reynt að vinna þig í svo langan tíma að ég er við það að gefast upp. En ég heyrði af þessari golfgórillu og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri í lagi að hún spilaði hringinn fyrir mig í dag. Ef þú ert game myndi ég vilja setja undir allan peninginn sem ég hef tapað fyrir þér í ár. Það eru u.þ.b. 1000 dollarar. Ertu game?
Hinn náunginn hugsaði sig um í mínútu og síðan ákvað hann að slá til og spila við górilluna. „Ja, ég meina, hversu góð gæti górilla s.s. verið í golfi?“
Fyrsta holan var par-4 400 metra hola. Náunginn slær 250 metra eftir miðri brautinni og á bara eftir auðvelt 6-járn að pinna. Górillan tekur nokkrar rútínusveiflur og slær síðan boltann 400 m rétt við pinnann og boltinn stoppar nokkrum cm frá holu.
Sá sem var með lægri forgjöfina og var að spila við górilluna snýr sér að vini sínum og segir: „Þetta er ótrúlegt. Ég myndi aldrei hafa trúað þessu ef ég hefði ekki séð það með eiginn augum. En ….. veistu ég hef séð nóg. Ég hef engan áhuga á að vera niðurlægður af þessar górillu-golfvél. Sendu hana í burtu …. ég þarf að fá mér einn, eða en betur einn tvöfaldann og ég skrifa þér tékka.“
Eftir að náunginn hefir skrifað tékkann og látið vin sinn fá, segir hann: „En heyrðu annars, hversu góð er þessi górilla í að pútta? Hinn svarar: „Alveg eins og í drævunum.“
„Nú svona góð?“
„Nei“ svaraði kylfingurinn sem var að vinna í fyrsta skipti vegna höggs górillunnar. „Ég meina hún púttar alveg eins og hún slær…. 400 m … þráðbeint eftir miðju brautarinnar!“
_______________________
Nr. 2
Maður einn var algerlega búinn að fá nóg af nágranna sínum.
Sá kom alltaf til þess að fá eitthvað lánað hjá honum þannig að maðurinn ákvað einn daginn að lána honum ekki neitt.
Nágranninn hringir og spurningin, jú, jú …. hvort ekki sé hægt að fá rafmagnsrunnaklippurnar lánaðar?
Maðurinn svarar ákveðinn: „Nei, ég verð að nota þær í allan dag!“
Nágranninn: „Það var nú fínt að þú verður að vinna í garðinum, geturðu þá ekki lánað mér golfsettið þitt?“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
