Golfgrín á laugardegi
Teymi fornleifafræðinga hafði verið í leiðangri djúpt í Amazon frumskóginum svo mánuðum skipti og höfðu þeir þurft að brjóta sér leið í gegnum þykkan undirgróðurinn til þess að komast að rannsóknarviðfangsefninu Týndu Borginni.
Þeir urðu því ekkert smá hissa þegar þeir fundu í miðjum frumskóginum bylgjandi fallegar grasbrautir sem enduðu í kringlóttri flöt með flagstöng. Hver braut var mislöng þar stystu e.t.v. 50-100 m en þær lengstu allt upp í 500 m. Í kringlóttri flötinni þar sem flaggtangirnar voru var fullkomin kringlótt hola.
Þetta hlaut að vera …. frumstæður golfvöllur.
Tilgátur þeirra styrktust þegar þeir fundu helli þar rétt hjá með hellamyndum af frumbyggjum sem sveifluðu einhverju sem líktist frumstæðum kylfum.
Í nágrenninu þar rétt hjá var frumstæður ættbálkur og fornleifafræðingarnir fóru nú á fund höfðingjans og höfðu túlk sinn með.
„Það er vart hægt að ímynda sér þetta,“ sagði einn fornleifafræðingurinn, „að golf var spilað hér árhundruðum saman og síðan hvarf það bara af sögukortinu og dúkkaði ekki aftur upp fyrr en í Evrópu á 15. öld. Ef við aðeins vissum af hverju hætt var að spila golf hérna.“ Svo sneri hann sér að túlkinum og sagði „spurðu ættarhöfðingjann að því hvort enn séu fornar munnmælasögur til af hverju forfeður ættbálksins hættu að spila golf. Var það t.a.m. einhverjar náttúruhamfarir eða einhver sorgarviðburður?„
Túlkurinn spurði ættahöfðingjann – sá svaraði og túlkurinn sneri sér aftur að fornleifafræðingnum og sagði: „Árgjöldin voru of há!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
