Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2022 | 16:00

Golfgrín á laugardegi (34/2022)

Tveir herramenn spila golfhring.

Sá fyrri á beint dræv 262 metra, sem lendir á miðri braut. Í næsta höggi lendir hann ofan í glompu, lengdin var 72 metra. Svo á hann geggjað högg upp úr glompunni 80 cm frá fána. Hann púttar framhjá holu og boltinn stöðvast 12 metra frá holunni. Í næsta höggi á hann undrapútt, setur boltann beint niður.

Spilafélagi mannsins segir: „Þetta er skritið spil hjá þér. Þú átt gott högg, síðan slæmt, geggjað högg og svo nýliðapútt og síðan kraftaverkaofurmannspútt 12 metra beint niður…. hvað er eiginlega að þér?!“

Misgóði spilarinn svarar: „Ekkert, ég er bara að æfa mig fyrir helgina, þá verð ég í paragolfi með eiginkonunni